Vindur eltir vetur
Varla hlýnar brátt
Myrkrið eitt, það þykir mér þreytt
Þunglyndið umlykur grátt
Hvað mun ylja mér í nótt

Í augum hennar átti
Einn mér griðarstað
Aðeins þar, ánægður var
Þar öll mín bestu ljóð kvað
Hvað mun ylja mér í nótt

Nóttin kemur skjótt
Hvað mun ylja mér í nótt

Bara ef ég bros þitt
Blíða sæi á ný
Þá væri kalt, ei lengur allt
Andartök hlý
Hvað mun ylja mér í nótt

Enga get ég elskað
Ef ekki fæ ég þig
Sit því einn, ei saknar mín neinn
Sífellt spyr mig
Hvað mun ylja mér í nótt


Vikingur
    Página 1 / 1

    Letras y título
    Acordes y artista

    restablecer los ajustes
    OK