Versta martröð sem aumur mannshugur Getur hrundið til ímyndunar Er sú hræðilega hugmynd um að vera alltaf til Að eilífu hlekkjaður í þrálátri tilveru Í paradís sem eftir árþúsund sem saman renna í eitt Verður löngu könnuð slóð og vettvangur umkomuleysis Eilíf endurholdgun eins og sjúkur brandari Illgjarnra guða sem sjá tímann og rúm sem haldbæra einingu Á sama hátt og dauðlegur maður myndi líta á hversdagslegan hlut Eins og að loka skordýr í kassa og hrista hann stöðugt Á meðan allt þeirra vesæla æviskeið er eingöngu Eitt andartak á þinni lífsleið sem er þeim ómögulegt Að gera sér í hugarlund Í taumlausri trylltri gleði mun ég slátra saklausum Til að sýna fram á að hinn eini grundvallarsannleikur er óreiðan Í þessari handahófskenndu tilviljun sem kviknun lífsneistans í rauninni er