Inn í Nóttina
Líð Andvaka
Ligg á hlýjum stað
Stari á Veggina 
Ég sé
Allt á hreyfingu
Óttinn glepur mig
Birtast mér sýnir
óstöðvandi
Ég sé
Allt sem ég sé 
Lifandi
Allt sem ég sé 
Er svífandi
Í rökkrinu
Þar læðist líf 
Þar sem engin sér
Eða nær til mín
Ég veit
Er það Tálsýn ein
Eða sjónhverfing
Sem leiðir mig
á annað svið
Ég sé
Allt sem ég sé 
Lifandi
Allt sem ég sé 
Er svífandi
Allt sem ég sé 
Lifandi
Allt sem ég sé 
Er svífandi