Skemmd vitund visnar burt
Hugsun og geðslag
Aldrei aftur í þessum heimi hrærist
Aðeins bergmál eftir
Illa kunngjört æviskeið
Sandur sem gljúpur um frelsis fingur rann
Einstakt ritað eftirmál
Af hrottum sem þér mætur höfðu á
Undir rökkvuðu tunglsljósi
Í dauðadal
Ferðast sál í angist
Voðaverk og sjálfsmorð var hans val
Um breiða braut hann ferðaðist
Í samvistum við dauðadæmda menn
Alltaf undan fæti, alltaf valdi hann misferli
Uns kvalafýsn varð losti sem svo loksins svalað var